Aprílgabb

Ef þessi frétt er ekki aprílgabb, þá vil ég hér með bjóðast til þess að stjórna nefndinni sem ákveður hvenær hegðun einstaklings er kynferðisleg.

Ég er rafmagnsverkfræðingur sem hefur stundað kynlíf, þannig að ég hlýt að vera tilvalinn til þess að sinna löggæslu á sta­f­rænu kyn­ferðisof­beld­i.

Auðvitað getur verið erfitt að ákveða hvort myndir og/eða hljóð eru kynferðisleg. Margur gæti haldið að mynd af manni eða konu í búrka geti ekki talist kynferðisleg en því fer fjarri. Það eru meira að segja til menn sem fá fullnægingu af því að horfa á skó.

Það eina rétta er að nýta sér eiginleika stafrænnar undirskriftar (t.d. Íslykill). Þannig gætu stelpur á ströndinni sem taka Selfie og setja á netið bara látið alla skrifa undir með því að nota Íslykill.


mbl.is Stafrænt kynferðisofbeldi varði fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband