15.7.2019 | 07:35
Þungunarrof með eða án fóstureyðingar.
Það er hægt að rökstyðja að þungunarrof eigi að vera ákvörðun sem konan tekur sjálf, en það getur aldrei verið ákvörðun konunnar hvort eyða eigi hinu nýfædda barni eða ekki.
Þegar kona verður þunguð þá kviknar nýtt líf sem konan fær í fóstur. Þetta nýja líf er ekki eign konunnar heldur sjálfstæður einstaklingur sem samfélaginu ber að vernda.
Þannig ber samfélaginu altíð skylda til að vernda og fóstra nýfædd börn, líka þau börn þar sem konan hefur fengið leyfi til þungunarrofs.
Börn sem fæðast eftir þungunarrof eru auðvitað eins og öll önnur börn sem fæðast of snemma sjálfstæðir einstaklingar sem konan getur ekki krafist að séu líflátin.
Auðvitað er hægt að rökstyðja að þungunarrof eftir fyrstu vikur þungunnar, sé dauðadómur yfir hinum nýja einstaklingi þar sem samfélagið getur ekki haldið haldið lífi í fóstrinu. Eina lausnin á því vandamáli væri að banna þungunarrof þar til fóstrið getur lifað utan móðurkviðs.
Styður skerðingu á rétti til þungunarrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2019 | 06:01
Sýndarmennska í fyrirrúmi.
Ísland situr í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem flest löndin í ráðinu eru þekkt fyrir brot á mannréttindum. Það sem kemur frá ráðinu er meira og minna rugl sem ekki hefur neina þýðingu. Áhrif þess eru álíka mikil og Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem eru minni en engin.
Nú slær Ísland út eftir vinum okkar á Filippseyjum og þykist vera heilög Jóhanna.
Voðalega er ég orðinn þreyttur á pólitískri sýndarmennsku.
Ekki ljóst hvort Kína verði rannsakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2019 | 06:47
Borgarlína er bull.
Fyrir utan það að allt sem kemur frá Gísla Marteini og Samfylkingunni er bull, þá gengur Borgarlína ekki upp.
Hvaða skynsemi er í því að láta einhverja skrautvagna keyra um tóma nema á álagstímum?
Hvaða skynsemi er í því að þrengja að venjulegri umferð, auka biðtíma, mengun og sóun, einungis til þess að láta einhverja skrautvagna keyra um tóma?
Hvaða skynsemi er í því að nota mörg hundruð milljarða í bull?
Borgalínuheimspekin er úrelt og einungis með því að nota tækni og skynsemi verður hægt að leysa umferðaröngþveiti höfuðborgarsvæðisins.
Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2019 | 06:47
X landslið Íslands
Nú þegar kynin eru, samkvæmt lögum, ekki lengur 2 heldur 3, þarf þá ekki að endurskipuleggja öll landsliðin?
Þannig getum við í framtíðinni haft karlalandslið þar sem karlar með píkur eru í liðinu, kvennalandslið þar sem konur með tippi eru í liðinu og X landslið með hinu og þessu.
Reyndar er X tákn um að þú viljir hvorki vera karl eða kona heldur eitthvað annað og það gerir þetta allt miklu erfiðara, því eiga ekki öll kyn rétt á sínu landsliði?
Fagna lögum um kynrænt sjálfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2019 | 20:01
Ruddar í Ráðhúsi Reykjavíkur halda áfram að tuddast.
Það er aumingjalegt að sjá meirihlutann í Reykjavík siga dæmdum afbrotamanni á pólitískan andstæðing.
Þarna er kannski komin skýringin á því hvers vegna ruddinn Helga var ekki rekinn samstundis þegar hún lagði undirmann sinn í einelti.
Henni er ætlað að herja á pólitíska andstæðinga og hindra að þeir geti sinnt störfum sínum með eðlilegum hætti.
Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2019 | 07:09
Kolruglaðir alþingismenn samþykkja kynrænt bull.
Aumingjaskapurinn í Alþingi er orðinn plága. Hver þvælan af annarri verður að lögum og enginn mótmælir.
Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að festa í lög að hver og einn geti skráð kyn sitt að enginn vali án tillits til afleiðinganna fyrir samfélagið.
Hvernig getur það verið í lagi að glæpamenn geti, eins oft og þeir vilja, skipt um nafn og kennitölu með því einu að skipta um kyn?
Ef þetta er í lagi, eiga þá ekki allir að eiga rétt á því að geta skráð sig sem öryrkja. Til dæmis skrá sig sem öryrkja í eitt ár meðan þeir eru að ná áttum?
Kynrænt sjálfræði lögfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2019 | 06:54
Yfirgengilegur þrýstingur á lagningu sæstrengs.
Þegar vindorka og síðar sjávarfallsorka verður hagkvæmari en bæði vatnsafls og háhitaorka er mikill hætta á því að raforku gullgrafaraæði muni herja á þjóðina.
Þar sem allir orkuframleiðendur eiga rétt á að tengjast raforkukerfinu mun þetta þýða stóraukna uppbyggingu raforkukerfisins, aukna samkeppni orkuframleiðenda og lækkun orkuverðs til heildsala og álvera.
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur er augljóst að þrýstingurinn frá orkuframleiðendum verður yfirgengilegur á því að tengja Ísland við meginland Evrópu. Það yrði því aðeins spurning um tíma hvenær krakkarnir á Alþingi og ríkistjórn Íslands heimilaði lagningu sæstrengs.
Það verður ekki lítið sem orkufyrirtækin græða á því að tengjast Evrópu.
Ef þú lesandi góður ert gullgrafari þá er um að gera að fjárfesta í góðu íslensku orkufyrirtæki.
Ráða ekki við vindorkuver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2019 | 05:37
Til hamingju með frumuklasann
Það hlýtur að vera lámarkskrafa að íslenska ríkið geri allt sem á valdi þess stendur til þess að halda lífi í börnum sem fæðast of snemma. Það getur aldrei eingöngu verið ákvörðun konunnar.
Eftirfarandi er tekið úr góðu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins og lýsir vel hugarfari flestra sem nú sitja Alþingi.
Forysta Samfylkingarinnar gengur enn lengra.
Hún vill ekki að talað sé fóstur og því síður barn.
Formaður flokksins segir ekki hægt að tala um slíkt
því að þarna sé aðeins frumuklasi á ferð.
Það er ekki á þessa fylkingu logið.
Það er ekki hægt.
Þó tala þannig fullorðnir frumuklasar og læsir og
skrifandi.
Hringja þeir hver í annan þegar fréttist að frænkan
í fjölskyldunni sé með barni og segja:
Til hamingju
með frumuklasann?
Furðulegt að byggja á tilfinningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2019 | 12:06
5 fullir kommar
Hvað gengur RUV til með því, í Silfrinu, að fá 5 komma fulla af yfirlæti til þess að tala um kosningar í Bandaríkjunum?
Hvernig getur það verið mikilvægt að hlusta á rauðliða skíta á Trump og hvíta gamla kalla?
Hvernig getur það verið sanngjarnt að talsmaður RUV skuli kalla meirihluta Breta heimska fyrir það að velja Brexit?
Hvernig getur það verið sanngjarnt að níða alla þá sem eru á móti skoðunum elítunnar og góða fólksins?
Ærumeiðingar úr hegningarlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2019 | 17:08
Tekur Sigmundur Davíð við Sjálfstæðisflokknum?
Núverandi forusta Sjálfstæðisflokksins á heima í Viðreisn.
Spurning hvort Sjálfstæðismenn verði ekki að biðja Sigmund Davíð um að taka við formensku og fá hann til að endurreisa flokkinn.
Hafnar þriðja orkupakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |