Þungunarrof með eða án fóstureyðingar.

Það er hægt að rökstyðja að þungunarrof eigi að vera ákvörðun sem konan tekur sjálf, en það getur aldrei verið ákvörðun konunnar hvort eyða eigi hinu nýfædda barni eða ekki.

Þegar kona verður þunguð þá kviknar nýtt líf sem konan fær í fóstur. Þetta nýja líf er ekki eign konunnar heldur sjálfstæður einstaklingur sem samfélaginu ber að vernda.

Þannig ber samfélaginu altíð skylda til að vernda og fóstra nýfædd börn, líka þau börn þar sem konan hefur fengið leyfi til þungunarrofs.

Börn sem fæðast eftir þungunarrof eru auðvitað eins og öll önnur börn sem fæðast of snemma sjálfstæðir einstaklingar sem konan getur ekki krafist að séu líflátin.

Auðvitað er hægt að rökstyðja að þungunarrof eftir fyrstu vikur þungunnar, sé dauðadómur yfir hinum nýja einstaklingi þar sem samfélagið getur ekki haldið haldið lífi í fóstrinu. Eina lausnin á því vandamáli væri að banna þungunarrof þar til fóstrið getur lifað utan móðurkviðs.


mbl.is Styður skerðingu á rétti til þungunarrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband