9.10.2012 | 10:04
Óháði alkahólistinn
Stefán Ólafsson prófessor reynir eins og rjúpa við staur að sannfæra umhverfi sitt um að hann sé óháður Samfylkingunni, þó svo allir sjái að hann sé Samfylkingarmaður.
Þetta athæfi minnir mig á alkahólista sem reynir að sannfæra sína nánustu um að hann sé ekki háður áfengi, einskonar óháður alkahólisti.
Fyrsta skrefið til þess að losna úr viðjum áfengis er að viðurkenna að maður sé alkahólisti.
Þess vegna bið ég þig kæri Stefán að fara á næstu samkomu Samfylkingarinnar, standa upp og segja hátt og skýrt:
Ég er Samfylkingarmaður.
Þér mun líða miklu betur á eftir.