Landsdómur telur Geir saklausan

Samkvæmt niðurstöðu Landsdóms þá er bankahrunið ekki Geir Haarde að kenna.

Reyndar finnst Landsdómi að þeir ráðherrafundir sem hann hélt hafi ekki verið um mikilvæg stjórnarmálefni og þess vegna ekki farið að 17. grein stjórnarskrárinnar.

Samkvæmt úrskurði Landsdóms þá hefði Geir algerlega sloppið ef hann hefði haldið ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.

„Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins, eins og nánar greinir hér að framan, með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Við ákvörðun viðurlaga verður að líta til þess að þetta brot telst hafa verið framið af stórfelldu gáleysi. Þótt ákærði hafi með þessu ekki eingöngu brotið gegn formreglu, svo sem rakið var hér áður, verður ekki horft fram hjá því að ekki hefði komið til sakfellingar í málinu hefði ákærði gætt að því einu að taka þessi málefni upp innan ríkisstjórnarinnar, eins og honum bar samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband