14.3.2012 | 19:48
Guð er ESB
Mörgum finnst sem ESB sé einskonar trúarbrögð fyrir Samfylkinguna.
Er þá ekki tilvalið fyrir Samfylkinguna að nota Biblíuna og breyta bara orðinu Guð í ESB.
Eftirfarandi dæmi skýra hvað við er átt.
ESB, þú, sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Í upphafi skapaði ESB himinn og jörð.
Jörðin var þá auð og tóm.
Myrkur grúfði yfir henni.
Þá sagði ESB Verði ljós.
Og það varð ljós.
ESB kallaði ljósið dag
en myrkrið nótt.
Þá skapaði ESB hafið og himininn.
Síðan lét ESB löndin koma í ljós.
Næst lét ESB grös, tré, blóm
og allskonar jurtir vaxa.
Næsta dag skapaði ESB sólina,
tunglið og stjörnurnar.
ESB fannst eitthvað vanta.
Þá skapaði ESB fiskana í sjónum.
ESB fyllti höfin og vötnin
með mörgum tegundum af sjávardýrum.
Því næst gerði ESB fuglana
og fyllti himininn af hverskyns fuglum.
ESB skapaði allar tegundir dýra.
.
.