12.2.2012 | 15:01
Ísöldin kemur
Samkvæmt ískjarnamælingum á suðurskautinu þá koma hlýindaskeið á jörðinni á rúmlega hundrað þúsund ára fresti.
Einsog grafið hér að neðan sýnir, þá eru hlýindaskeiðin yfirleitt í minna en 10-15 þúsund ár sem er miklu styttra en kuldaskeiðin.
Núverandi hlýindaskeið hefur byrjað fyrir rúmlega 10 þúsund árum, þannig að spurningin sem er á allra vörum er hvenær byrjar aftur að kólna?
Það sem er óvenjulegt núna er að hitastigið hefur að meðaltali síðustu 10 þúsund árin verið stöðugt.
Grafið sýnir líka að þó svo að CO2 (blá lína) aukist mikið síðustu 10 þúsund árin þá er hitastigið, að meðaltali, stöðugt. Þetta er nú ekki alveg í takt við kenninguna um gróðurhúsaáhrifin.
Reyndar væri hægt að halda því fram að þessi aukning á CO2 geri það að verkum að hitastigið sé ekki byrjað að falla.
Táknar þetta þá að mannkynið getur seinkað eða komið í veg fyrir næsta kuldaskeið?
Mér þykir það ólíklegt en það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina?
Annað sem verður að segjast er að þó svo hitastigið hafi haldist jafnt síðustu 10 þúsund árin, þá er samt pláss fyrir alls konar minni kuldaskeið einsog sagan sannar.
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Vostok_420ky_4curves_insolation.jpg